ekkert að því að prufa sig áfram

Mér finnst bara ekkert að því að "prufa" sig áfram!! :)

 Það hefur sýnt sig að stundum taka stjórnmálamenn vittlausar ákvarðanir en geta svo ekki viðurkennt það og hafa þá kannski verið að reyna að fela, snúa út úr eða hreint ljúga um ágæti ákvörðunna sinna í einhvern tíma, Pétur og hans fólk ætti nú að kannast við það.

Er ekki betra að prufa sig áfram eins og í þessu tilfelli?  Þeir ákveða að gera einhverjar breytingar á skattalögum sem koma svo í ljós að séu ekki nógu góðar og þá er þeim bara breytt - ekkert vesen og þeir fá tækifæri til að læra af mistökunum!!
Við erum að borga þessum þingmönnum hundruði þúsunda á mánuði og ekkert að því að þeir vinni fyrir peningunum, er eitthvað að því að þurfa að leiðrétta lögin?


mbl.is Kerfisbreyting á 15 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Róleg:) er ekki í lagi að fara fram á að þetta fólk vandi sig við við gerð nýrra laga?

Óskar (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þegar kemur að lagasetningu hins opinbera þá er allt að því að prufa sig áfram. Þetta getur skapað ríkinu bótaskyldu og hefur áhrif á afkomu fyrirtækja sem og einstaklinga. Það hlýtur að teljast lágmarkskrafa að þegar þjóðþingi okkar Íslendinga viðhafi menn vönduð vinnubrögð. Annað er ekki aðeins vanvirðing við þingið, heldur líka okkur sem að lútum þessu þingi.

Jóhann Pétur Pétursson, 12.8.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ef vandað er til verka í upphafi getur það sparað mikla vinnu og endurtekningu á seinni stigum. Ef við erum að greiða þingmönnunum þessar fúlgur hljótum við að gera kröfu um vönduð vinnubrögð.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.8.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband